Ákveðið hefur verið að ganga til samninga við Gauta Jóhannesson varðandi ráðningu í starf fulltrúa sveitarstjóra á Djúpavogi, sem auglýst var laust til umsóknar þann 12. júlí. Sjö umsóknir bárust um stöðuna.
Gauti var forseti sveitarstjórnar Múlaþings frá 2020 til 2022. Þá gegndi hann stöðu sveitar- og hafnarstjóra Djúpavogshrepps frá árinu 2010-2020. Hann hefur starfað sem kennari í grunnskólanum á Djúpavogi og var þar skólastjóri frá 2001-2005. Gauti hefur setið í ýmsum ráðum og nefndum, meðal annars sem aðalfulltrúi svæðisráðs um gerð strandsvæðaskipulags fyrir Austfirði, aðalmaður skipulagsmálanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, stjórnarmaður Austurbrúar og formaður stjórnar samtaka sjávarútvegssveitarfélaga.