Fara í efni

Framkvæmdir á Fellavelli

09.08.2023 Fréttir Egilsstaðir

Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir á Fellavelli í sumar í samvinnu Múlaþings og Hattar og munu þær vonandi klárast snemma hausts. Búið er að skera gamla gervigrasið af vellinum og rúlla því upp. Gafst fólki kostur á að sækja sér búta af gamla grasinu frítt gegn því að sækja þá og var gríðarlegur áhugi á því. Mun gamla grasið, sem hefur þjónað okkur vel síðustu árin, fá nýtt hlutverk á ýmsum stöðum á næstunni.

Í lok júlí kom flokkur manna á vegum Altis til að rúlla út nýja grasinu sem lítur mjög vel út og knattspyrnuiðkendur í Múlaþingi eru spennt að fá loksins að æfa og keppa á vellinum. Þá er verið að bæta alla aðkomu áhorfenda, gera ráðstafanir til að stýra betur umferð inn á völlinn og snyrta til í kringum hann.

Framkvæmdirnar eru til þess fallnar að bæta knattspyrnuiðkun og -áhorf á Fellavelli og mun nýtast mjög mörgum, allt frá leikskólabörnum til fullorðinna.

Framkvæmdir á Fellavelli
Getum við bætt efni þessarar síðu?