Fyrir stuttu óskaði umhverfis- og framkvæmdaráð eftir hugmyndum að verkefnum, frá heimastjórnunum fjórum í Múlaþingi, sem mætti framkvæma á þessu ári. Gert er ráð fyrir að verkefnin séu minni framkvæmdaverkefni á sviði umhverfis- og skipulagsmála og sem dæmi mætti nefna að setja upp bekki, gera göngustíga, skreytingar, leiktæki og þess háttar. Samtals er veitt 10 milljónum í verkefnið á árinu 2023 sem skiptast með eftirfarandi hætti á kjarnasvæðin, Borgarfjörður 2 milljónir, Djúpivogur 2 milljónir, Fljótsdalshérað 4 milljónir, Seyðisfjörður 2 milljónir.
Þetta er í fyrsta sinn sem þessi leið er farin og því um ákveðið tilraunaverkefni að ræða. Allar heimastjórnirnar hafa fjallað um málið og lýst ánægju sinni með fyrirkomulagið. Þær hafa jafnframt ákveðið að gefa íbúum tækifæri til að skila inn hugmyndum að verkefnum. En rétt er að hafa í huga að upphæðirnar sem heimastjórnirnar hafa til umráða að þessu sinni til þessara verkefna eru ekki háar og því heppilegt að miða verkefnatillögurnar við það.
Þau sem áhuga hafa á að senda inn hugmyndir að verkefnum sem falla að því sem hér hefur komið fram geta gert það með því að senda tölvupóst á starfsfólk viðkomandi heimastjórna eða koma þeim til skila bréfleiðis á skrifstofur sveitarfélagsins fyrir 24. mars 2023.
- Borgarfjörður eystri jon.thordarson@mulathing.is
- Djúpivogur gauti.johannesson@mulathing.is
- Fljótsdalshérað odinn.gunnar.odinsson@mulathing.is
- Seyðisfjörður dagny.erla.omarsdottir@mulathing.is