Fara í efni

Er þitt brunabótamat rétt?

06.10.2022 Fréttir

Brunabótamat tekur til þeirra efnislegu verðmæta húseignar sem getur eyðilagst í eldi og miðast við endurbyggingarkostnað að teknu tilliti til aldurs, slits, viðhalds og ástands eignar, að viðbættum kostnaði við hreinsun brunarústa. Uppfærsla matsupphæðar brunabótamats er ávallt á ábyrgð eiganda og gæti því verið góð hugmynd að láta endurmeta eignina ef miklar endurbætur hafa verið gerðar á henni.

Í ljósi þeirra hamfara sem nú nýlega hafa átt hafa sér stað í Múlaþingi hafa vaknað upp þær spurningar hvort hús séu almennt með rétt brunabótamat. Mismunur á mati og raunvirði getur verið mikill í eldri og uppgerðum húsum. Þá falla til dæmis pallar inn í brunabótamat og oft eru þeir ekki inn í upphaflegu mati þar sem þeir eru oft byggðir eftir fyrsta mat. Pallar og því sem þeim fylgir, líkt og pottar og girðingar eru virðisaukningar sem þjóðskrá rukkar ekki fyrir að bæta inn í brunabótamatið.

Umsóknarblað um Endurmat brunabótamats og nánari upplýsingar um brunabótamat er hægt að nálgast á heimasíðu Þjóðskrár Íslands.

Um leið við hvetjum íbúa til að skoða matið á húsum sínum viljum við líka hvetja fólk til að sækjast eftir því að húsin séu skráð á rétt byggingarstig viti það til þess að það sé ekki í samræmi við raunstöðu sinna húsa. Fyrirspurnir sendist á byggingarfulltrui@mulathing.is.

 

Dæmi um kostnað umsækjanda við leiðréttingu á brunabótamati sem er sem nemur 0,03% af eldra brunabótamati.

     

Eldra brunabótamat húseignar

 

        0,03%

      Kostnaður

20.000.000 kr.

0,03%

6.000 kr.

50.000.000 kr.

0,03%

15.000 kr.

100.000.000 kr.

0,03%

30.000 kr.

200.000.000 kr.

0,03%

60.000 kr.

Er þitt brunabótamat rétt?
Getum við bætt efni þessarar síðu?