Í dag var úthlutað styrkjum úr húsafriðunarsjóði. Alls bárust 232 umsóknir um styrk úr árið 2023 og veittir voru styrkir til 207 verkefna. Úthlutað var 308.600.000 kr., en sótt var um ríflega 1,1 milljarð króna.
Í gamla Djúpavogshreppi fengu eftirtalin verkefni styrk að þessu sinni: Faktorshúsið kr. 1.200.000, Hofskirkja í Álftafirði kr. 500.000 og gamla kirkjan á Djúpavogi kr. 4.500.000. Styrkirnir eiga eftir að koma að góðu gagni við endurbyggingu húsanna sem um ræðir.
Sérstaklega ánægjulegt er stórt framlag til gömlu kirkjunnar á Djúpavogi en hún er í hópi þeirra sem fá stærstu styrkina þetta árið. Sannarlega gleðifréttir !