Sú ánægjulega þróun hefur átt sér stað innan sveitarfélagsins undanfarin tvö ár að íbúum hefur fjölgað jafnt og þétt. Síðan í október 2020 fram til dagsins í dag hefur íbúum Múlaþings fjölgað um 159 einstaklinga og eru íbúar sveitafélagsins því 5.164 talsins.
Í þéttbýli sveitarfélagsins fjölgaði íbúum um 144 og eru þeir nú 4.199 talsins, flestir í þéttbýlinu á Egilsstöðum og Fellabæ eða 3.108. Í dreifbýli var einnig fjölgun, en þar hefur íbúum fjölgað um 15 einstaklinga.
Þrátt fyrir fjölgun íbúa fengu öll börn sem verða orðin eins árs 1. september úthlutuðu plássi á leikskóla nú í lok sumars. Þá er sú staða einnig komin upp að öll tákn benda til þess að öllum börnum sem ná eins árs aldri fyrir áramót verða komin með pláss fyrir árslok.