Á árinu hefur framkvæmdsvið Múlaþings unnið ötullega að því að bæta brunavarnir hjá stofnunum sveitarfélagsins.
Eftirfarandi verkefnum er lokið eða eru á framkvæmdastigi:
Þar má nefna Geysi, ráðhús á Djúpavogi ásamt íþróttamiðstöðinni á Djúpavogi, Tryggvabúð, Verknámshús Seyðisfjarðarskóla, Sundlaug Seyðisfjarðar, Herðubreið og slökkvistöð á Borgarfirði.
Þá gerði sveitarfélagið samstarfssamning við Securitas um uppfærslu á hringibúnaði allra brunakerfa sveitafélagsins, þar sem landlínur eru að leggjast af. Einnig mun Securitas sinna vöktun allra okkar kerfa.