Fara í efni

Bláa trektin

09.12.2022 Fréttir

Íbúar og fyrirtæki Múlaþings hafa verið framúrskarandi í flokkun úrgangs. Flestir leggja áherslu á að aðgreina lífrænan úrgang, pappa & plast, niðursuðudósir og svo mætti lengi telja. Úrvinnsla úrgangs er mjög mikilvæg, til dæmis til að sporna við gróðurhúsaáhrifum. Allir geta haft jákvæð áhrif á umhverfið á einn eða annan hátt og margt smátt gerir eitt stórt..

Ein af leiðunum er að safna saman afgangsolíu til dæmis eftir laufabrauðsbaksturinn, og skila henni til móttökustöðva úrgangs í Múlaþingi. Með þessu móti geta heimili og fyrirtæki lagt sitt af mörkum við verndun hafsins og um leið komið í veg fyrir mikinn tilkostnað sem fer í að hreinsa fráveituvatnið áður en það fer sína leið með skólpinu á haf út.

HEF veitur bjóða íbúum Múlaþings upp á svokallaða Bláa Trekt til að auðvelda þeim að hella olíunni úr pottinum og í flösku.

Heimili, fyrirtæki og veitingastaðir eru hvattir til að innleiða Bláu trektina sem part af sinni daglegu rútínu.

Bláu trektina má nálgast hjá móttökustöðum úrgangs í Múlaþingi þar sem einnig má skila afgangsolíunni. Afgangsolían og fitan er síðan endurunnin og úr henni verður til lífdísill.

Upplýsingar um móttökustöðvar í Múlaþingi og opnunartíma má finna hér.

 

Bláa trektin
Getum við bætt efni þessarar síðu?