Fara í efni

Stóri Plokkdagurinn á Íslandi - Eyþórsdagur á Austurlandi

19.04.2023 Fréttir Borgarfjörður Djúpivogur Egilsstaðir Seyðisfjörður

Stóri plokkdagurinn er haldin 30.apríl, sjöunda árið í röð í ár. Múlaþing hvetur fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök, fjölskyldur og einstaklinga að taka þátt og hvetja aðra til þátttöku. Hægt er að nálgast gefins poka í þjónustumiðstöðvum Múlaþings en við flokkum glæra poka fyrir plast og svarta fyrir annað. Heppnir fá plokklímmiða. Starfsmenn þjónustumiðstöðva munu hirða upp poka og annað eftir plokk bæjarbúa en gott er að skilja pokana eftir á gatnamótum við aðalgötur eða við upphaf botnlanga.

Þátttakendur eru hvattir til að gera sér glaðan dag og fagna saman að lokinni góðri tiltekt. Hægt er að sækja um styrk til að halda grillveislu að plokki loknu, hjá verkefnastjóra umhverfismála - margret.sveinsdottir@mulathing.is

Plokk er mikilvæg hefð hjá mörgum á vorin. Veturinn skilur oft eftir sig mikið rusl og drasl og því er mikilvægt að hjálpast öll að við að halda umhverfinu okkar hreinu, fallegu og hættulausu fyrir dýr og börn að leik. Plokkið er skemmtileg útivera fyrir alla fjölskylduna og hægt er að gera skemmtilega leiki í kringum plokkið. (hver finnur elstu kókómjólkurfernuna t.d.)

Á austurlandi hefur dagurinn fengið nafnbótina "Eyþórsdagurinn" en Eyþór Hannesson heitinn, var brautriðjandi í umhverfishreinsun . Eyþór hóf að týna upp rsgl og annað sem á vegi hans varð í reglulegum göngu- og hlaupaferðum sínum um héraðið. Eyþór var heiðraður af Náttúruverndarsamtökum Austurlands árið 2017.

Nokkrir hlutir sem gott er að hafa í huga:

  • ákveða svæði og tala sig saman við aðra plokkara
  • klæða sig eftir veðri
  • mörgum þykir betra að vera með gúmmíhanska í vasanum
  • brýna fyrir börnum að vara sig á öddhvössum eða beittum hlutum

 

Þjónustumiðstöðvar Múlaþings

Egilsstaðir: Tjarnarás 9
Seyðisfjörður: Fjarðargata 2
Djúpivogur: Víkurland 6
Borgarfjörður: Heiði
Stóri Plokkdagurinn á Íslandi - Eyþórsdagur á Austurlandi
Getum við bætt efni þessarar síðu?