Af gefnu tilefni eru íbúar sem eru að nýta sér hreinsunarátakið í dreifbýli beðin um að gæta þess að flokka rétt í gámana.
Í gáma frá Hringrás má aðeins setja brotajárn og dekk.
Í gáma frá Íslenska gámafélaginu má setja allan grófan úrgang.
Eftirfarandi tímabil eru eftir af hreinsunarátakinu:
26. til 29. júní
Hjaltastaðaþinghá/Hróarstunga og Borgarfjörður – sveit
Hjaltastaðaþinghá/Hróarstunga – Lagarfossvirkjun
Borgarfjörður – Plan rétt hjá sorpsöfnunarstað
3. til 7. júlí
Seyðisfjörður – sveit og Eiðaþinghá
Seyðisfjörður – Túnin á móti Kúahaga (Fjörður)
Eiðaþinghá – Eiðaskóli
10. til 14. júlí
Jökuldalur/Jökulsárhlíð/Hróarstunga
Jökuldalur/Jökulsárhlíð/Hróarstunga – Brúarásskóli
Jökuldalur – Réttin í landi Arnórsstaði
17. til 21. júlí
Fell
Fell – Ormarsstaðarétt
Mikilvægt er að hafa samband við Hörð hjá Hringrás (s. 773-1029) eða Íslenska gámafélagið (s. 577-5757) fyllist gámarnir.
Íbúar eru eindregið hvattir til þess að nýta sér átakið.