Fara í efni

Kjörstaðir í Múlaþingi

24.05.2024 Fréttir Borgarfjörður Djúpivogur Egilsstaðir Seyðisfjörður

Forsetakosningar fara fram laugardaginn 1. júní 2024. Kjörstaðir verða sem hér segir í Múlaþingi:

  • Borgarfjörður eystri: Hreppstofan Borgarfirði. Frá klukkan 09:00 til klukkan 17:00
  • Djúpivogur: Tryggvabúð Djúpavogi. Frá klukkan 10:00 til klukkan 18:00
  • Fljótsdalshérað: Menntaskólinn á Egilstöðum. Frá klukkan 09:00 til klukkan 22:00
  • Seyðisfjörður: Íþróttamiðstöðin á Seyðisfirði. Frá klukkan 10:00 til klukkan 22:00

Hægt verður að kjósa utan kjörfundar á skrifstofum sveitarfélagsins á Borgarfirði og á Djúpavogi, á opnunartímum skrifstofanna frá og með 6. maí til og með 31. maí. Þá er hægt að kjósa utan kjörfundar á skrifstofum Sýslumannsins á Austurlandi á Egilsstöðum og á Seyðisfirði á opnunartíma skrifstofanna.

Kjördeildir við sveitarstjórnarkosningarnar verða fimm talsins, tvær á Egilsstöðum vegna Fljótsdalshéraðs en ein í hverjum hinna þriggja kjarna sveitarfélagsins. Kjördeildirnar á Fljótsdalshéraði skiptast þannig: Í kjördeild nr. 1 verða íbúar á Egilsstöðum sem búa við götur, hverra nöfn byrja á bókstafnum A til og með bókstafnum R. Í kjördeild 2 verða íbúar á Egilsstöðum sem búa við götur hverra nöfn byrja á bókstafnum S – Ö, íbúar í Fellabæ, Eiðum og Hallormsstað og íbúar í dreifbýli á Fljótsdalshéraði.

Kjósendur eru minntir á að hafa persónuskilríki sín tiltæk á kjörstað.

Á kjördag, meðan atkvæðagreiðsla stendur yfir, mun yfirkjörstjórn hafa aðsetur sitt á kjörstað í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Símanúmer yfirkjörstjórnar á kjördag eru 895-9972 (Björn), 665-8858 (Hlynur), 863-3636 (Arna), tölvupóstfang til notkunar á kjördag: kjorstjorn@me.is

 

Yfirkjörstjórn í Múlaþingi, 24. maí 2024.

Arna Soffía Dal Christiansen, Björn Aðalsteinsson, Hlynur Jónsson.

Kjörstaðir í Múlaþingi
Getum við bætt efni þessarar síðu?