Fara í efni

Hreinsum Múlaþing - Söfnun garðaúrgangs

18.05.2024 Fréttir Borgarfjörður Djúpivogur Egilsstaðir Seyðisfjörður

Múlaþing hvetur íbúa til að taka höndum saman við að hreinsa til í kringum sig.

Mikið verk hefur þegar verið unnið eftir vel heppnaðan Eyþórsdag, eða Plokkdag, þar sem mikið magn af rusli safnaðist saman. Múlaþing þakkar þeim sem lögðu sitt af mörkum kærlega fyrir.

Nú höldum við áfram og hvetjum íbúa til að snyrta garða og gróður í kringum heimili og vinnustaði fyrir sumarið.

Boðið verður uppá gjaldfrjálsa losun á garðaúrgangi frá heimilum í þéttbýli mánudaginn 27. maí . Garðaúrganginn þarf að skilja eftir við lóðamörk og eru íbúar hvattir til að lágmarka notkun ruslapoka undir úrganginn. Þau sem vilja nýta sér þessa þjónustu eru beðin um að senda tölvupóst á umhverfisfulltrui@mulathing.is til að tryggja hirðu. Taka þarf fram nafn, stað og heimilisfang.

Í Múlaþingi eru losunarsvæði fyrir garðaúrgang og jarðveg í öllum kjörnum þau eru á eftirtöldum stöðum:

Íbúar eru hvattir til að ganga vel um losunarsvæðin, sé garðaúrgangur í plastpokum þarf að tæma úr þeim og taka poka með sér af svæðinu.

Á losunarsvæðinu við Egilsstaði geta íbúar nálgast moltu til að bæta jarðveg í görðum sínum sér að kostnaðarlausu. Á Seyðisfirði og Djúpavogi er moltan væntanleg og verður auglýst sérstaklega.

Leggjum okkar af mörkum við að koma Múlaþingi hreinu og snyrtilegu inn í sumarið.

Hreinsum Múlaþing - Söfnun garðaúrgangs
Getum við bætt efni þessarar síðu?